mán 22. desember 2014 09:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Coentrao til Man Utd, Arsenal eða Liverpool?
Powerade
Coentrao gæti verið á leið í enska boltann.
Coentrao gæti verið á leið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
De Bruyne gæti verið á leið í enska boltann á nýjan leik.
De Bruyne gæti verið á leið í enska boltann á nýjan leik.
Mynd: Getty Images
Ensku blöðin eru í stuði þessa dagana enda einungis nokkrir dagar í að félagaskiptaglugginn opni á nýjan leik.



Liverpool, Arsenal og Manchester United hafa áhuga á vinstri bakverðinum Fabio Coentrao (26) en hann er á förum frá Real Madrid. (Daily Express)

Aston Villa þarf að hafa fyrir því að halda Aly Cissokho (27) en Tottenham og Napoli vilja krækja í hann. (Daily Mirror)

Crystal Palace hefur boðið 2,5 milljónir punda í Pape Souare vinstri bakvörð Lille. (Daily Mail)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, hefur sett Kevin De Bruyne leikmann Wolfsburg (23) efstan á óskalista sinn í janúar. De Bruyne er metinn á 20 milljónir punda en hann fór frá Chelsea fyrr á árinu. (Daily Star)

Arsenal hefur fengið góðar fréttir í baráttunni um Nabil Fekir (21) miðjumann Lyon en faðir leikmannsins segir að hann muni einungis fara til Arsenal ef hann fer frá Frakklandi. (Le Parisien)

Chelsea, Arsenal og Manchester United hafa áhuga á Sergio Busquets (26) miðjumanni Barcelona en FC Bayern og PSG vilja líka krækja í hann. (Daily Express)

Manchester City og Southampton munu ekki ná að krækja í Wesley Sneijder (30 frá Galatasaray í janúar þar sem tyrkneska félagið ætlar að greiða úr samnings vandamálum hans. (Daily Mirror)

Viðræður Newcastle og Rolando Aarons (19) um nýjan samning ganga illa. Manchester City fylgist með gangi mála. (The Sun)

Olympiakos vill fá Tomas Rosicky (34) frá Arsenal. (Independent)

Moussa Sissoko (25) miðjumaður Newcastle segist elska Arsenal en hann hefur verið orðaður við félagið að undanförnu. (Daily Star)

Harry Redknapp, stjóri QPR, segir ekki koma til greina að selja Charlie Austin (25) í janúar en hann hefur skorað 11 mörk á tímabilinu. (Daily Telegraph)

Paul McShane (28) gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Hull en samband hans og Steve Bruce er ekki gott. (Guardian)

Vallarþulurinn á Anfield þurfti að biðja stuðningsmenn að hætta að flauta með dómaraflautu í stúkunni gegn Arsenal í gær. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner