Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 22. desember 2014 12:45
Magnús Már Einarsson
Formaður Blackpool í vandræðum
Oyston er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Blackpool.
Oyston er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Blackpool.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Blackpool vilja að Karl Oyston formaður félagsins segi af sér.

Blackpool tapaði 6-1 gegn Bournemouth um helgina og er í langneðsta sæti í Championship deildinni með 13 stig.

Oyston hefur legið undir gagnrýni hjá stuðningsmönnum og hann bætti ekki orðspor sitt með SMS skilaboðum sem hann sendi á stuðningsmanninn Steve Smith um helgina.

Smith sendi Oyston SMS skilaboð um að segja af sér og formaðurinn svaraði með því að hella sér yfir Smith.

Oyston sagði meðal annars að Smith væri þroskaheftur og sagði að hann mætti ekki koma oftar á leiki hjá Blackpool.

Enska knattspyrnusambandið mun nú skoða málið en Oyston gæti átt yfir höfði sér refsingu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner