Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 22. desember 2014 14:30
Magnús Már Einarsson
Hver getur verið ástæðan fyrir meiðslahrinu Man Utd?
Svar við fyrirspurn í sérfræðingahorni Fótbolta.net
Margir leikmenn Manchester United hafa verið að glíma við meiðsli á þessu tímabili.
Margir leikmenn Manchester United hafa verið að glíma við meiðsli á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Listi yfir vöðvameiðsli hjá Manchester United síðan Van Gaal tók við.
Listi yfir vöðvameiðsli hjá Manchester United síðan Van Gaal tók við.
Mynd: Physioroom.com
Leikmenn Manchester United hafa verið fjarverandi í næstflestar vikur af öllum á á þessu tímabili.
Leikmenn Manchester United hafa verið fjarverandi í næstflestar vikur af öllum á á þessu tímabili.
Mynd: Netið
Angel Di Maria og Louis van Gaal.
Angel Di Maria og Louis van Gaal.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net hefur opnað sérfræðingahorn á síðunni þar sem lesendur geta sent inn fyrirspurnir um allt sem tengist fótbolta á einhvern hátt.

Hinn 16 ára gamli Sveinn Arnar Gunnarsson kom með spurningu sem sjúkraþjálfarinn Einar Óli Þorvarðarson sá um að svara. Hér að neðan má sjá spurninguna og svarið frá Einari Óla.

Hver getur verið ástæðan fyrir meiðslahrinu Man Utd?
Flóknum spurningum geta oft fylgt flókin svör. Ég vil samt taka fram að ég er ekki sérfræðingur um Manchester United og þeirra þjálfunaraðferðir, hef aldrei mætt á æfingu hjá þeim né setið teymisfundi hjá þjálfarateyminu (væri samt alveg til í það).

En eitt er alveg á hreinu, 43 meiðsli á c.a hálfu ári og eftir einungis 16 leiki í deild er alls ekki eðlilegt.

Hinsvegar verðum við að hafa í huga að meiðsli geta verið mismunandi og ekki er alltaf hægt að kenna einhverju einu um meiðslin. Oft eru það samverkandi þættir sem koma að meiðslum s.s líkamlegt form, fyrri meiðslasaga/meiðslatíðni, álag í keppni og æfingum, óheppni og svona gæti ég lengi talið.

Mig langar samt að flokka íþóttameiðslin í tvo hópa. Vöðvameiðsli (innri þættir) annars vegar og „önnur“ meiðsli (ytri þættir) hinsvegar. Að mínu mati er hægt að koma í veg fyrir mikið af vöðvameiðslum með fyrirbyggjandi æfingum, réttu æfingaálagi, góðri sjúkraþjálfun og almennri skynsemi, en því miður er lítið hægt að kenna neinum öðrum um þegar maður fær utanaðkomandi högg, nema kannski þeim sem sparkaði í þig.

Hérna til hliðar er listi yfir öll þau vöðvameiðsli sem United hafa lent í frá því LVG tók við (tekið af PhysioRoom.com). Ég eyddi út meiðslum sem ég taldi ekki hægt að koma í veg fyrir t.d þumal tognun eftir skot, veikindi, högg á hné og svo tók ég líka út mörg ökklameiðslin – sem gæti verið umdeilt hvort um óhapp sé að ræða eða ekki líklega verður bara að meta hvert dæmi fyrir sig þar. (Allur listinn hér)

Eftir standa 32 meiðsli, en það finnst mér alltof mikið af tognunum og álagsmeiðslum á svo stuttum tíma við stjórn. Hver er svo ástæðan fyrir þessu?

Menn hafa sínar kenningar, og má nefna þar fremstan í flokki styrktar og þolþjálfarann Raymond Verheijen sem hefur unnið með Wales, Manchester City, Barcelona og fleiri stórliðum í gegnum tíðina.

Verheijen var t.d duglegur að gagnrýna LVG og nálgun hans á Robin Van Persie þegar hann var landsliðsþjálfari Hollands og aftur gagnrýndi hann LVG þegar Luke Shaw meiddist í upphafi tímabils.

Verheijen vill meina að of mikið æfingaálag sé að valda þessum meiðslum. Þar nefnir hann tvær æfingar á dag séu barn síns tíma og úrelt þjálfunaraðferð. Bobby Robson hefur einnig talað um breytinguna í þjálfunaraðferðum Manchester United og nefnir að Sir Alex hafi sjaldan eða aldrei verið með tvær æfingar á dag og að þar gæti hugsanlega skýringin á meiðslakrísunni fundinn.

Annar sem hefur gagnrýnt LVG er Mike Phelan, fyrrum aðtoðarmaður Sir Alex, en hann gagnrýnir United fyrir að hafa breytt of mikið í þjálfunaraðferðum liðsins með því að skipta um Fitness þjálfara. En Phelan telur að fyrrum fitness þjálfari United, Tony Strudwick, hafi átt stórann þátt í því að halda leikmönnum heilum og meta æfingaálag.
Þetta er líka ekki í eina skiptið sem LVG hefur lent í meiðsla krísu en í október árið 2010 lenti hann í mikilli krísu með Bayern Munchen þar sem á einu tímabili voru amk 12 leikmenn meiddir á sama tíma (Schweinsteiger, Van Buyten, Olic, van Bommel, Klose, Sattelmaier, Contento, Alaba, Ribery, Robben og Breno).

LVG er auðvitað þekktur fyrir að vera af gamla skólanum og vera mjög taktískur þjálfari en þetta gæti rennt stoðum undir það að líkamlegar þjálfunaraðferðir LVG væru frekar stífar og stuðla að aukinni meiðslatíðni leikmanna. Einnig gæti verið að þjálfarateymi United sé ekki nægilega skilningsríkt varðandi einstakar þarfir leikmanna m.a endurhæfinga tíma og einstaklingsmiðaðar æfingar og álag. Því til stuðnings má nefna að nokkrir leikmenn detta strax aftur í meiðsli eftir að hafa komið aftur til baka.

En eins og áður segir þá hef ég ekki innsýn inn í verklag þjálfarateymisins hjá United, en mig grunar að þetta sé þetta sé sambland af of miklu æfingaálagi á ákveðna leikmenn og þ.a.l ekki nægilega einstaklingsmiðuð nálgun. Svo held ég að það sé ansi erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, sérstaklega þegar hann hefur unnið jafn mikið af bikurum og LVG en það gæti gert sjúkraþjálfurum og læknum liðsins ansi erfitt fyrir.

Einar Óli Þorvarðarson
Styrktarþjálfari og Sjúkraþjálfari B.Sc hjá Atlas Endurhæfingu
Twitter: @einar_oli

Sjá einnig:
Tíst frá Raymond Verheijen um skoðanir hans á LVG og hans þjálfunaraðferðum
Athugasemdir
banner
banner
banner