mán 22. desember 2014 20:22
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalski Ofurbikarinn: Napoli vann Juve eftir 18 spyrnur
Higuain var hetja Napoli í kvöld.
Higuain var hetja Napoli í kvöld.
Mynd: Getty Images
Juventus 2 - 2 Napoli (5-6 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Carlos Tevez ('5)
1-1 Gonzalo Higuain ('68)
2-1 Carloz Tevez ('106)
2-2 Gonzalo Higuain ('118)

Napoli lagði Juventus af velli í ítalska Ofurbikarnum er liðin mættust í Jassim Bin Hamad leikvanginum í Doha, höfuðborg Katar.

Leikurinn, sem er með eins fyrirkomulagi og leikurinn um Góðgerðarskjöldinn, átti að vera spilaður í ágúst en honum var frestað fram í desember vegna ýmissa vandamála.

Carlos Tevez kom Juventus yfir á 5. mínútu leiksins. Argentínumaðurinn slapp þá í gegn eftir varnarmistök Raul Albiol og Kalidou Koulibaly sem rákust saman.

Bæði lið fengu góð færi en Napoli skaut boltanum tvisvar í tréverkið áður en Gonzalo Higuain jafnaði á 68. mínútu.

Staðan var enn jöfn eftir 90 mínútur svo grípa þurfti til framlengingar. Tevez virtist vera búinn að innsigla sigurinn fyrir Juventus í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar en landi hans Higuain jafnaði á 118. mínútu.

Þá lá leiðin í vítaspyrnukeppni þar sem Jorginho og Tevez byrjuðu á því að brenna af fyrir hvort lið. Skorað var úr næstu tíu spyrnum og brennt af fjórum áður en Koulibaly skoraði úr níundu spyrnu Napoli og Simone Padoin brenndi af níundu spyrnu Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner