Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. desember 2014 19:44
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmaður Leeds ákærður fyrir kynþáttafordóma
Cameron Jerome fékk gult spjald fyrir að brjóta á Bellusci eftir að hafa ásakað Ítalann um fordóma.
Cameron Jerome fékk gult spjald fyrir að brjóta á Bellusci eftir að hafa ásakað Ítalann um fordóma.
Mynd: Getty Images
Giuseppe Bellusci, varnarmaður Leeds United, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að vera með kynþáttafordóma.

Leeds ætlar að berjast gegn ákærunni enda var enginn þriðji aðili vitni að málinu. Cameron Jerome, hörundsdökkur sóknarmaður Norwich City, ásakaði Bellusci um að vera með kynþáttafordóma þegar liðin mættust í október.

Bellusci kom til Leeds í sumar og hefur tíma til 2. janúar til að svara ákærunni.

,,Leikmaðurinn heldur því fram að hann hafi ekki sýnt kynþáttafordóma," stendur í yfirlýsingu frá Leeds.

,,Það er ekkert vitni sem styður ásakanir Hr. Jerome og þar af leiðandi munum við berjast gegn ákærunni."
Athugasemdir
banner
banner
banner