Gengi Liverpool hefur verið dapurt á þessu tímabili en liðið situr í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir jafnteflið gegn Arsenal í gær.
Eins og sjá má á töflu Sky Sports hér til hliðar þá hefur Liverpool aldrei verið neðar yfir jólin síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992.
Eins og sjá má á töflu Sky Sports hér til hliðar þá hefur Liverpool aldrei verið neðar yfir jólin síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992.
Liverpool var einnig í 10. sæti tímabilið 1992/1993 og því er árangurinn á þessu tímabili sá sami.
Liverpool gæti reyndar farið niður í 11. sætið ef Stoke vinnur Chelsea í kvöld.
Vondu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool eru þær að ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni hefur endað ofar en 6. sæti eftir að hafa setið í 10. sætinu yfir jólin.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir