þri 23. janúar 2018 10:53
Magnús Már Einarsson
Albert Guðmunds: Sjáið mig ekki í varaliðinu á næstunni
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Raggi Óla
Albert Guðmundsson stimplaði sig inn í aðalliði PSV Eindhoven með því að leggja upp sigurmark fyrir Luuk de Jong á 93. mínútu í 2-1 sigri á Heracles um helgina.

„Stoðsendingin var góð en Luuk kláraði færið ennþá betur," sagði Albert í viðtali við hollenska fjölmiðla eftir leik.

Albert kom inn á sem varamaður á 83. mínútu en hefði hann ekki átt að koma fyrr við sögu? „Mér fannst það þegar ég sat á bekknum. Ég hugsaði með mér, nú þarf ég að grípa tækifærið. Sem betur fer þurfti ég ekki meira en sjö mínútur."

Albert hefur verið talsvert á bekknum hjá aðalliði PSV á tímabilinu en hann hefur einnig slegið í gegn með unglingaliði félagsins sem spilar í B-deildinni í Hollandi.

Albert raðaði inn mörkum með unglingaliðinu í fyrra og hefur einnig verið drjúgur í þau skipti sem hann hefur spilað með því á þessu tímabili. Albert vonast hins vegar til að tíma hans í unglingaliðinu sé lokið.

„Þið sjáið mig ekki aftur þar á næstunni held ég. Ég þarf að sýna mig með aðalliðinu og halda áfram að bæta mig," sagði Albert.

Árið hefur byrjað vel hjá Alberti en hann skoraði þrennu með íslenska landsliðinu gegn Indónesíu fyrr í mánuðinum og átti þátt í fjórum mörkum í hinum leiknum í þeirri ferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner