Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. janúar 2018 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Deildabikarinn: City í úrslit á kostnað Harðar og félaga
Leikmenn City fagna í kvöld.
Leikmenn City fagna í kvöld.
Mynd: Getty Images
Bristol City 2 - 3 Manchester City
0-1 Leroy Sane ('43 )
0-2 Sergio Aguero ('49 )
1-2 Marlon Pack ('64 )
2-2 Aden Flint ('90 )
2-3 Kevin de Bruyne ('90)

Bristol City er úr leik í enska deildabikarnum eftir tap gegn sterkasta liði Englands um þessar mundir, Manchester City í kvöld.

Leroy Sane kom Man City yfir undir lok fyrri hálfleiks í kvöld. Markið skoraði hann eftir mistök í vörn Bristol City. Hörður Björgvin Magnússon hefði átt að gera betur í aðdraganda marksins, en hægt er að sjá markið með því að smella hér.

Sergio Aguero tvöfaldaði forystu City í upphafi seinni hálfleiksins áður en Marlon Pack klóraði í bakkann fyrir heimamenn. Bristol náði að jafna en Man City var fljótt að svara og vann 3-2.

City vann báða leikina 2-1 og 3-2 og fer í úrslitin á Wembley þar sem andstæðingurinn verður annað hvort Chelsea eða Arsenal.

Hörður Björgvin Magnússon var tekinn af velli í hálfleik í dag, en leikmenn Bristol City mega vera stoltir af sjálfum sér.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner