Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. janúar 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Vináttulandsleikur á Spáni
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Íslenska kvennalandsliðið mætir því norska í vináttulandsleik á Spáni í dag.

Stelpurnar léku síðast saman í október í undankeppni fyrir Heimsmeistaramót kvenna.

Íslenska landsliðið hefur byrjað undankeppnina virkilega vel og hafði betur gegn feykisterku liði Þjóðverja á útivelli. Næstu leikir eru á útivelli gegn Slóveníu og Færeyjum í apríl, þar sem ekkert annað en sex stig eru í boði.

Hér heima er einn leikur á dagskrá í Faxaflóamóti kvenna. Þar tekur Stjarnan á móti Selfossi.

Stjarnan tapaði fyrir Blikum í fyrstu umferð og er því stigalaust. Selfoss er með fjögur stig eftir jafntefli við Blika og auðveldan sigur gegn Grindavík.

Vináttulandsleikur kvenna
17:00 Noregur - Ísland

Faxaflóamót kvenna - A-riðill
19:00 Stjarnan-Selfoss (Samsung völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner