Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   þri 23. janúar 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Jón Jónsson leggur skóna á hilluna
Jón Ragnar og Emil Pálsson fagna marki í sumar.
Jón Ragnar og Emil Pálsson fagna marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Jón Ragnar Jónsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann verður því ekki með FH í Pepsi-deildinni í sumar. Jón hefur ekki spilað með FH í vetur og skórnir eru nú komnir upp á hillu.

„Ég er ekki yfirlýsingaglaður hvað þetta varðar því að ég hef gert eina mislukkaða tilraun til að hætta áður," sagði Jón Ragnar léttur í bragði við Fótbolta.net í dag en hann staðfesti þó að skórnir séu komnir á hilluna.

„Þó að ég sé hættur í knattspyrnu þá er ég ekki hættur í FH," bætti Jón við.

Jón lagði skóna fyrst á hilluna árið 2016 en hann tók þá síðan fram á nýjan leik.

Síðastliðið sumar spilaði hann átta leiki í Pepsi-deildinni með FH og átt fast sæti í byrjunarliðinu undir lok móts. Hann skoraði meðal annars í 4-2 sigri FH á Víkingi R.

Hinn 32 ára gamli Jón er uppalinn í FH en hann lék með Þrótti R. frá 2006 til 2009. Eftir það lék hann með FH þar sem hann vann bæði Íslands og bikarmeistaratitla.
Athugasemdir
banner
banner