Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. janúar 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kane ekki seldur þó Real slái heimsmet
Mynd: Getty Images
Daily Mail heldur því fram að Tottenham sé staðráðið í því að selja ekki Harry Kane næsta sumar.

Real Madrid er meðal félaga sem hafa áhuga á markavélinni en Tottenham ætlar ekki að selja sinn aðalmann þó Real bjóði yfir 200 milljónir punda í hann. Neymar er dýrasti knattspyrnumaður sögunnar eftir að hafa farið frá Barcelona til PSG fyrir 198 milljónir punda í fyrra.

Kane er þegar búinn að skora 29 mörk fyrir Tottenham á tímabilinu og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins, aðeins 24 ára gamall. Kane hefur gert 99 mörk í 136 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham ætlar að bjóða Kane nýjan samning sem mun hækka launin hans úr 110 þúsund pundum á viku í 200 þúsund pund á viku. Þá ætlar félagið einnig að bjóða Dele Alli og Christian Eriksen nýja samninga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner