Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 23. janúar 2018 18:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kenedy kominn til Newcastle (Staðfest)
Kenedy er glaður með að vera kominn til Newcastle.
Kenedy er glaður með að vera kominn til Newcastle.
Mynd: Newcastle
Brasilíumaðurinn Kenedy mun spila með Newcastle út þessa leiktíð. Hann hefur verið lánaður þangað frá Chelsea.

Kenedy er fyrsti leikmaðurinn sem Rafa Benitez fær til sín í Newcastle í þessum félagaskiptaglugga.

Kenedy getur spilað bæði sem vinstri kantmaður og sem bakvörður.

Þessi 21 árs gamli Brasilíumaður hefur leikið fjórtán leiki í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom frá Fluminense árið 2015.

Hann hefur hins vegar einungis spilað einn deildarleik síðan Antonio Conte tók við Chelsea sumarið 2016.

Á síðasta tímabili var Kenedy í láni hjá Watford fyrri hluta tímabils en þar spilaði hann einungis einn deildarleik.

Newcastle er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner