Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. janúar 2018 09:02
Magnús Már Einarsson
Klopp biðst afsökunar á að hafa rifist við stuðningsmann
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur beðist afsökunar á að hafa rifist við stuðninsgmann í stúkunni í 1-0 tapinu gegn Swansea í gærkvöldi.

Stuðningsmaður Swansea sem sat nálægt varamannabekk Liverpool öskraði mikið á Klopp í leiknum. Á endanum svaraði Klpop honum.

„Hann var að öskra á mig allan tímann. Fyrirgefið. Ég brást einu sinni við," sagði Klopp.

„Á einum tímapunkti sagði ég 'vinsamlegast.' Ég var ekki með upptökutæki svo ég gat ekki tekið þetta upp. Enginn gat heyrt hvað hann sagði við mig. Það er í lagi. Svona er þetta og þetta er ekki vandamál fyrir mig."

„Þetta var bara eitt augnablik þar sem ég hugsaði 'núna er nóg komið.' Ég held að við höfum verið 1-0 undir þegar þetta gerðist en þetta hefur ekkert með það að gera."

„Honum (stuðningsmanninum) leið vel því enginn getur gert neitt við hann. Hann er í góðri stöðu. Ég er viss um að ég er ekki fyrsti stjórinn sem lendir í þessu. Ég held að hann sé ársmiðahafi."

Athugasemdir
banner
banner
banner