Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Lykilmenn meiddir hjá West Ham
Arnautovic hefur verið í stuði að undanförnu.  West Ham verður án hans í næstu leikjum.
Arnautovic hefur verið í stuði að undanförnu. West Ham verður án hans í næstu leikjum.
Mynd: Getty Images
West Ham hefur fengið slæm tíðindi þar sem Andy Carroll, Manuel Lanzini og Marko Arnautovic missa allir af næstu leikjum liðsins.

Carroll verður frá keppni í þrjá mánuði eftir að hafa farið í aðgerð í gær vegna fótbrots.

Lanzini verður frá keppni í að minnsta kosti mánuð eftir að hafa meiðst illa aftan í læri í 1-1 jafnteflinu gegn Bournemouth á laugardaginn.

Arnautovic meiddist einnig aftan í læri þar og verður frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur. Austurríkismaðurinn var kominn á fleygiferð með Hömrunum en hann hefur skorað sex mörk í síðustu tíu leikjum og lagt nokkur upp.

Javier Hernandez og Toni Martinez eru einu sóknarmennirnir sem eru heilir heilsu hjá West Ham eftir þessi tíðindi en þeir Diafra Sakho, Andre Ayew og Michail Antonio eru að koma til baka eftir meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner