Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 07:00
Magnús Már Einarsson
O'Neill vildi ekki taka við Skotum
Mynd: Getty Images
Michael O'Neill, landsliðsþjálfari Norður-Íra, hefur hafnað tilboði um að taka við skoska landsliðinu. Hann mun nú halda áfram sem þjálfari Norður-Íra.

Skotar hafa verið í leit að eftirmanni Gordon Strachan síðan í haust

O'Neill var efstur á óskalistanum og hann hefur verið í viðræðum við skosku knattspyrnusambandið.

„Það var mikill heiður að vera boðin staðan en ég tel að þetta sé ekki rætta tækifærið á þessu augnabliki á ferli mínum," sagði O'Neill.

O'Neill kom landsliði Norður-Íra í 16-liða úrslit á EM í fyrra en liðið tapaði gegn Sviss í umspili um sæti fyrir HM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner