Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Salah til Real Madrid?
Powerade
Salah er orðaður við Real Madrid.
Salah er orðaður við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Arsenal og Tottenham eru að berjast um Lucas Moura.
Arsenal og Tottenham eru að berjast um Lucas Moura.
Mynd: Getty Images
Átta dagar í að glugganum verði skellt í lás. Kíkjum á slúður dagsins!



Manchester City vill fá Aymeric Laporte (23) miðvörð Athletic Bilbao en hann er með riftunarverð í samningi sínum sem hljóðar upp á 60 milljónir punda. (Sun)

Borussia Dortmund vill fá Olivier Giroud (31) framherja Arsenal sem hluta af kaupverðinu fyrir Pierre-Emerick Aubameyang (28). Dortmund ætlar að fresta félagaskiptunum fram á sumar ef Giroud kemur ekki. (Mirror)

Chelsea hefur ekki borgað kaupverð fyrir leikmenn eldri en 30 ára undanfarin ár en félagið er tilbúið að breyta því til að fá Edin Dzeko (31) frá Roma. Emerson Palmieri (23) bakvörður Roma er einnig á leið til Chelsea á 44 milljónir punda. (Telegraph)

Aðrar fréttir segja að Dzeko og Palmieri komi saman til Chelsea á 50 milljónir punda. (Mirror)

Roma gæti reynt að fá Daniel Sturridge (28) frá Liverpool ef Dzeko fer til Chelsea. (Star)

Newcastle ætlar að ganga frá lánssamningi við Chelsea um kantmanninn Kenedy (21) í dag. (Mail)

Real Madrid ætlar að reyna að fá Mohamed Salah (25) frá Liverpool í sumar en þetta segir forseti egypska knattspyrnusambandsins. (Liverpool Echo)

Newcastle er á eftir Kevin Gameiro (30) framherja Atletico Madrid. (Express)

Andy Caroll (29) verður frá í þrjá mánuði eftir að hafa farið í aðgerð á fæti. (Telegraph)

West Ham verður einnig án Manuel Lanzini (24) næstu sex vikurnar en hann er meiddur aftan í læri. (Times)

West Ham ætlar að reyna að fá Clement Grenier (27) miðjumann Lyon. (RMC)

Manchester City hefur áhyggjur af meiðslum Fabian Delph og því ætlar félagið að kaupa Fred (24) frá Shakhtar Donetsk núna en ekki í sumar. (Manchester Evening News)

Lucas Moura (25) er á óskalista Tottenham en hann er ekki ánægður hjá PSG. (L'Equipe)

Arsenal vildi fá Moura á láni en félagið er nú að reyna að kaupa hann. Allt stefnir í kapphlaup Lundúnarliðanna um Moura. (Express)

UEFA gæti búið til nýja skattareglur til að koma í veg fyrir að ríkustu félög heims kaupi alla bestu leikmennina. (Telegaph)

Frank Lampard (39) fyrrum miðjumaður Chelsea er í viðræðum um að taka við Oxford United. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner