Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 09:18
Magnús Már Einarsson
Sanchez: Alltaf verið draumurinn að spila með Man Utd
Alexis Sanchez er genginn í raðir Manchester United.
Alexis Sanchez er genginn í raðir Manchester United.
Mynd: Man Utd
Sanchez er búinn að kveðja Arsenal.
Sanchez er búinn að kveðja Arsenal.
Mynd: Getty Images
„Síðan ég var ungur strákur þá hefur draumur minn alltaf verið að spila með Manchester United. Ég er ekki að segja þetta bara af því að núna er ég hér og draumurinn er búinn að rætast," sagði Alexis Sanchez í viðtali við MUTV eftir að hann gekk í raðir Manchester United í gær.

Sanchez kemur til United frá Arsenal í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan en félagaskiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga.

Hinn 29 ára gamli Sanchez fer í treyju númer sjö hjá United en hann segir að æskudraumur sé að rætast. Sanchez var nálægt því að ganga í raðir United fyrir nokkrum árum.

„Ég sagði alltaf sem barn að ég vildi spila fyrir United og einu sinni ræddi ég við Sir Alex Ferguson um að koma. Við ræddum saman í 20 mínútur. Ég sagði honum að draumur minn væri að koma hingað til Manchester United."

„Þetta er virkilega stórt félag og mjög kraftmikið. Þegar ég fékk tækifærið til að koma hingað núna þá horfði ég á merki félagsins og hárin risu hjá mér því að þetta er kraftmikið félag og það stærsta á Englandi."

„Ég hef alltaf hrifist af þessu félagi og rauða litnum. Ég get sagt að hreinskilni frá hjarta mínu að draumur minn er að rætast með því að koma hingað og spila fyrir Manchester United. Ég er mjög ánægður með það."


Vill vinna allt hjá United
Sanchez vann tvo bikarmeistaratitla hjá Arsenal en hann vill núna vinna ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með United.

„Ég tel að félagið geti unnið allt. Merki félagsins segir allt. Þetta er stórt félag á heimsvísu og ég vil koma hingað og vinna allt: ensku úrvalsdeildina, Meistaradeildina og allar keppnir."

„Ég er leikmaður sem vil vinna allt. Ég er mjög fagmannlegur í öllu sem ég geri. Ég lifi fyrir fótboltann og ég elska fótbolta. Ástríðan mín er þar. Ég legg hart að mér á æfingum á hverjum degi og eftir leiki reyni ég að skoða hvað gekk vel og hvar ég get bætt mig."


Fann fyrir miklum áhuga frá United
Sanchez hefur leikið nokkrar stöður framarlega á vellinum á ferli sínum. „Ég kann virkilega vel við að spila vinstra megin en í sannleika satt þá passa ég hvar sem er inn svo framarlega sem ég spila fótbolta."

„Hann (Mourinho) sagði að það væri mikilvægt fyrir félagið að fá mig hingað. Ég hef líka trú á því að félagið hafi viljað fá mig og ég finn að félagið vildi fá mig hingað í treyju númer 7."

„Ég held að leikmaðurinn finni það líka. Leikmenn þurfa stundum að finna það að þeir eru mikilvægir og elskaðir af félaginu. Það var eitt af því sem heillaði mig í að koma hingað áamt stjóra sem vann allt á Ítalíu og Spáni. Hann er stjóri sem vill vinna."


Athugasemdir
banner
banner
banner