Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   lau 23. febrúar 2013 22:29
Elvar Geir Magnússon
Alfreð tileinkaði Steinari Ingimundarsyni markið
Mynd: Heerenveen
Alfreð Finnbogason tileinkaði Steinari Ingimundarssyni markið sem hann skoraði í kvöld. Alfreð skoraði mikilvægt sigurmark fyrir Heerenveen gegn Twente í hollenska boltanum.

Hann fagnaði markinu með því að sýna bol með áletruninni "RIP Steinar" en Steinar lést nýverið úr krabbameini.

Hann var faðir besta vinar Alfreðs, Þórs Steinarssonar.

Í viðtali eftir leikinn sagði Alfreð að markið væri tileinkað minningu Steinars sem er fyrrum leikmaður og þjálfari.
Athugasemdir