Alfreð Finnbogason tileinkaði Steinari Ingimundarssyni markið sem hann skoraði í kvöld. Alfreð skoraði mikilvægt sigurmark fyrir Heerenveen gegn Twente í hollenska boltanum.
Hann fagnaði markinu með því að sýna bol með áletruninni "RIP Steinar" en Steinar lést nýverið úr krabbameini.
Hann fagnaði markinu með því að sýna bol með áletruninni "RIP Steinar" en Steinar lést nýverið úr krabbameini.
Hann var faðir besta vinar Alfreðs, Þórs Steinarssonar.
Í viðtali eftir leikinn sagði Alfreð að markið væri tileinkað minningu Steinars sem er fyrrum leikmaður og þjálfari.
Athugasemdir

