Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
banner
   mán 23. febrúar 2015 16:30
Elvar Geir Magnússon
Laugardalsvelli
Freyr: Ánægður með hvernig leikmenn brugðust við
Freyr Alexandersson á fréttamannafundi í dag.
Freyr Alexandersson á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hóp fyrir Algarve-mótið sem fer fram á Portúgal 4.-11. mars. Ísland er í riðli með Bandaríkjunum, Noregi og Sviss og mætir fyrst Svisslendingum þann 4. mars.

Smelltu hér til að sjá hópinn

„Þetta er mikilvægasti undirbúningur okkar á þessu ári fyrir undankeppni EM sem hefst í september. Þetta eru tíu dagar sem við fáum, fjórir leikir, átta æfingar og toppaðstæður. Ég gæti ekki verið ánægðari með fyrirkomulagið á því," segir Freyr.

„Við mætum liðum sem eru að undirbúa sig fyrir HM og eru mjög vel undirbúin. Mótið er gríðarlega sterkt núna. Þetta verður erfitt en við fáum að sjá hvar við stöndum."

Freyr ætlar að prófa fleiri en eitt leikkerfi á mótinu.

„Við ætlum að prófa útgáfu af 4-4-2 og svo kerfinu sem við spiluðum í síðustu undankeppni. Við munum leggja áherslu á lágpressu á móti hápressunni sem við settum mikla orku í síðustu undankeppni. Við þurfum meira jafnvægi þarna á milli. Við erum að vinna í því að verða betra lið."

Á fréttamannafundi sem haldinn var í dag lýsti Freyr yfir gríðarlegri ánægju með metnað leikmanna til að vera í sem besta standi fyrir verkefnin framundan.

„Ég var mjög ánægður með niðurstöðurnar sem ég fékk úr líkamlegum mælingum sem komu um helgina. Við erum búin að veita þeim gríðarlegt aðhald í þessum þætti síðan ég tók við og hef fengið góðan stuðning frá Knattspyrnusambandinu í því verkefni. Niðurstöðurnar eru frábærar og kannski framar vonum. Í síðustu mælingu voru vonbrigði og við þurftum að ræða saman. Leikmennirnir brugðust við og það er það sem maður vill," segir Freyr.

Margrét Lára Viðarsdóttir fer með til Algarve en hún er ekki hugsuð sem burðarás á mótinu.

„Margrét er að koma til baka eftir barnsburðarleyfi og er að ná fyrra formi. Það sem er mjög jákvætt við hana er að hún er meiðslalaus. Hún kemur inn til að ná tökum á leikfræðinni okkar. Hún tekur mínútur en er ekki að koma í það hlutverk sem hún var í ár eftir ár sem burðarás. Við þurfum að gefa henni meiri tíma til að aðlagast. Í september verður hún vonandi klár," segir Freyr en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner