Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 23. febrúar 2017 23:59
Hafliði Breiðfjörð
Krissa: Til að skoða leikkerfi og skipulag
Kristbjörg er hér vinstra megin á myndinni ásamt Rögnu Lóu Stefánsdóttur.
Kristbjörg er hér vinstra megin á myndinni ásamt Rögnu Lóu Stefánsdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Við erum mjög stoltar af stelpunum. Við fórum inn í þennan leik til að skoða leikkerfi og skipulag hjá okkur. Við erum mjög stoltar af stelpunum, við hefðum viljað vinna en erum samt sem áður mjög ánægðar," sagði Kristbjörg Helga Ingadóttir aðstoðarþjálfari Fylkis eftir 1-3 tap gegn Val í úrslitleik Reykjavíkurmóts kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  3 Valur

Fylkir náði forystunni eftir 33 sekúndna leik og Kristbjörg segir að það hafi verið rætt í klefanum fyrir leik hvað ætti að gera ef það tækist.

„Við sögðum inni í klefa að ef við myndum skora eftir 30 sekúndur þá ætti að halda skipulaginu í fyrri hálfleik. Þetta var rætt," sagði Krissa.

„Þetta var fín byrjun hjá okkur og fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við misstum aðeins dampinn í seinni hálfleik en samt sem áður í heildina fínn leikur."

Verulegar breytingar eru á Fylkis liðinu frá síðustu leiktíð og margir ungir leikmenn hafa gengið í raðir félagsins.

„Við erum með algjörlega nýtt lið í höndunum og erum að nýta þennan tíma í að púsla okkur saman og skoða leikmenn og finna taktinn. Við erum á réttu róli."
Athugasemdir
banner
banner
banner