Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 23. febrúar 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afturelding fær þrjá leikmenn (Staðfest)
Alexander er kominn heim í Aftureldingu.
Alexander er kominn heim í Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding hefur styrkt sig fyrir átökin í 2. deild karla í sumar. Mosfellingar stefna á að gera betur en í fyrra þegar þeir enduðu í fjórða sætinu í 2. deildinni.

Félagið var að semja við þrjá leikmenn um að spila með því í sumar. Leikmennirnir eru Alexander Aron Davorsson, Andri Þór Grétarsson og Tryggvi Magnússon.

Alexander er uppalinn hjá Aftureldingu og er að snúa aftur heim í Mosfellsbæinn.

Hann var spilandi aðstoðarþjálfari hjá Þrótti Vogum í fyrra og skoraði þá eitt mark í 16 deildarleikjum.

Alexander hefur einnig spilað með Hvíta Riddaranum, Leikni F. og Fram á meistaraflokksferli sínum.

Andri er markvörður, fæddur 1998, sem kemur á láni frá HK en hann spilaði níu leiki í Inkasso-deildinni í fyrra. Tryggvi er leikmaður sem getur spilað í öllum stöðum framarlega á vellinum. Hann var síðast í Vængjum Júpiters.

Arnar Hallsson tók við Aftureldingu í september síðastliðinum.
Athugasemdir
banner
banner