Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 23. febrúar 2018 21:00
Ingólfur Stefánsson
Berahino ekki skorað í hátt í tvö ár
Mynd: Getty Images
Saido Berahino framherji Stoke hefur ekki skorað mark í ensku úrvalsdeildinni síðan 27. febrúar 2016 fyrir West Brom.

Mistakist honum að skora gegn Leicester á laugardaginn mun markaþurrð hans fara yfir tvö ár.

Berahino skoraði laglegt mark fyrir West Brom gegn Crystal Palace 27. febrúar árið 2016 en síðan þá hefur hann spilað 44 leiki án þess að skora.

Hann á enn eftir að skora fyrir Stoke eftir að hann gekk til liðs við félagið í janúar árið 2017.

Framherjinn hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann skoraði 20 mörk í öllum keppnum fyrir West Brom tímabilið 2014-2015.

Í kjölfarið var hann kallaður inn í A-landslið Englands og fjórum tilboðum frá Tottenham, það hæsta upp á 23 milljónir punda, var hafnað.

Framherjinn hefur fengið gullin tækifæri til þess að skora í vetur en heppnin hefur ekki verið með honum. Besta tækifærið fékk hann ef til vill gegn Southampton í september þegar hann klúðraði vítaspyrnu .

Berahino hefur einnig átt í erfiðleikum utan vallar en hann var dæmdur í 8 vikna bann á síðasta ári eftir að hann stóðst ekki lyfjapróf.
Athugasemdir
banner
banner
banner