Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. febrúar 2018 19:54
Ingólfur Stefánsson
Danmörk: Jafnt í Íslendingaslag
Hannes spilaði vel í kvöld
Hannes spilaði vel í kvöld
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Horsens 1-1 Randers
0-1 Bashkim Kadrii (26')
1-1 Jonas Thorsen (37')

Íslendingaliðin Horsens og Randers mættust í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. ´

Kjartan Henry Finnbogason var í leikbanni hjá Horsens en Hannes Þór Halldórsson stóð í markinu hjá Randers og stóð sig með prýði.

Botnlið Randers komst óvænt yfir í leiknum með frábæru marki beint úr aukaspyrnu á 26. mínútu leiksins.

Jonas Thorsen jafnaði metin fyrir Horsens 10 mínútum síðar og staðan í hálfleik var 1-1.

Horsens voru líklegri til þess að bæta við marki í síðari hálfleik en vörn Randers og Hannes í markinu stóðu vaktina vel og leikurinn endaði með jafntefli.

Úrslitin þýða að Randers fara úr botnsætinu á markatölu en Horsens eru áfram í fjórða sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner