Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 23. febrúar 2018 17:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Indland: Guðjón fiskaði vítaspyrnu sem ekki var skorað úr
Liprir taktar hjá Guðjóni (sjá myndband)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kerala Blasters 0 - 0 Chennaiyin

Guðjón Baldvinsson lék allan leikinn þegar Kerala Blasters fékk Chennaiyin í heimsókn í indversku ofurdeildinni í dag.

Á 53. mínútu fékk Kerala kjörið tækifæri til þess að komast yfir en Coura­ge Peku­son klúðraði þá vítspyrnu sem Guðjón hafði fiskað. Guðjón tók þá góðan sprett áður en hann var tekinn niður í vítateignum af varnarmanni Chennaiyin.

Guðjón átti góðan leik en hann var mikið að lenda í tæklingum og þess háttar í dag.

Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United, var einnig í byrjunarliði Kerala Blasters og spilaði fyrir aftan Guðjón.

Þessi leikur endaði með markalausu jafntefli sem eru vonbrigðarúrslit fyrir Guðjón og félaga. Kerala hefði farið upp í fjórða sæti deildarinnar með sigri en efstu fjögur sætin veita keppnisrétt í úrslitakeppni um meistaratitilinn. Kerala er í fimmta sæti, einu stigi frá fjórða sætinu þegar einn leikur er eftir af tímabilinu. Liðið sem er í fjórða sæti á leik til góða og gæti gert út um vonir Kerala vinni það leikinn sem það á til góða.



Athugasemdir
banner
banner