Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 23. febrúar 2018 13:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Liverpool borga 90 milljónir punda fyrir Alisson?
Alisson Becker.
Alisson Becker.
Mynd: Getty Images
Alisson Becker, markvörður Roma, hefur verið orðaður við Liverpool síðustu mánuði eftir flotta frammistöðu með Roma.

Alisson gæti verið mjög áhugaverður kostur fyrir Liverpool. Hann hefur verið aðalmarkvörður brasilíska landsliðsins í tvö ár. Hann er á undan Ederson, markverði Manchester City, í goggunarröðinni þar.

En ef Liverpool er alvara með að vilja fá hann, þá þarf félagið svo sannarlega að rífa fram veskið.

Calciomercato á Ítalíu segir frá því að Roma vilji fá 90 milljónir punda fyrir Alisson, sem hefur verið kallaður "Messi markvarðanna".

Það er spurning hvort Liverpool sé til í að greiða það mikið fyrir markvörð en á dögunum var sagt að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ætlaði að treysta á Loris Karius.

Alisson átti frábæran leik í vikunni þegar Roma tapaði 2-1 fyrir Shakhtar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner