banner
   fös 23. febrúar 2018 21:30
Ingólfur Stefánsson
Neville: Staða Rashford mjög eðlileg
Mynd: Getty Images
Gary Neville fyrrum leikmaður Manchester United og sérfræðingur SkySports segir að staðan sem Marcus Rashford sé í hjá liðinu sé mjög eðlileg fyrir ungan leikmann.

Rashford hafði tekið þátt í öllum leikjum Manchester United á tímabilinu fyrir komu Alexis Sanchez í janúar en hefur síðan þá einungis byrjað einn af sex leikjum liðsins.

Neville segir að það sé ekki óeðlilegt að 20 ára leikmaður spili ekki alla leiki og að hann hafi enn mikla trú á því að Rashford verði stjórstjarna á Old Trafford.

Neville sagði: „Það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Hann hefur fengið mikinn spilatíma á tímabilinu. Þegar þú ert ungur að koma inn í lið þá getur þú ekki ætlast til þess að spila alla leiki. Ryan Giggs gerði það en það er undantekning."

„Ef ég myndi halda að hann væri ekki í áætlunum Jose Mourinho myndi ég hafa áhyggjur en ég held að þjálfarinn hafi nú þegar sýnt að hann hefur mikið álit á Rashford."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner