Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. febrúar 2018 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar fær ekki hjálp frá FIFA
Neymar fór til PSG síðasta sumar.
Neymar fór til PSG síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, mun ekkert aðhafast vegna kvörtunar frá Brasilíumanninum Neymar sem heldur því fram að Barcelona skuldi sér enn pening.

Hinn 26 ára gamli Neymar yfirgaf Barcelona síðasta sumar og fór til Paris Saint-Germain fyrir 198 milljónir punda, sem er heimsmetsfé.

Neymar vill meina að Börsungar skuldi föður sínum meira en 23 milljónir punda í bónusa og fór hann fram á það að Barcelona yrði vikið úr Meistaradeildinni vegna þess.

Neymar vildi fá FIFA til að gera eitthvað í málinu en samkvæmt tölvupósti sem sendur var til Reuters er FIFA ekki í stöðu til að gera neitt í málinu. Málið er í ferli annars staðar.

Neymar hefur skorað 19 mörk í 19 deildarleikjum á tímabilinu fyrir PSG en liðið er í vondum málum eftir fyrri leik sinn í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid. Liðið tapaði þar 3-1 og þarf að koma til baka á heimavelli sínum í París.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner