fös 23. febrúar 2018 20:00
Ingólfur Stefánsson
Pochettino: Dembele einn sá hæfileikaríkasti í sögunni
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino þjálfari Tottenham segir að Moussa Dembele miðjumaður liðsins sé einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður allra tíma.

Dembele hefur verið sterkur í liði Tottenham í vetur og átti frábæran leik í 2-2 jafntefli gegn Juventus í Meistaradeildinni á dögunum.

Pochettino sem mun líklega velja Dembele í lið Tottenham þegar liðið mætir Crystal Palace á sunnudag segir að Dembele eigi heima í sama flokk og Ronaldinho, Maradona og Jay-Jay Okocha.

„Ég var heppinn að fá að spila með þessum leikmönnum og get sagt það að Dembele á heima í sama flokk og þeir."

Dembele hefur átt erfitt með að ná fullu formi í gegnum tíðina vegna meiðsla en Pochettino segir að nú sé hann að spila á sínu hæsta getustigi.

„Í mínum huga er hann einn sá hæfileikaríkasti í sögunni. Hann hefur átt erfitt vegna meiðsla en nú sjáum við hvað hann er magnaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner