Veigar Páll Gunnarsson hefur tekið ákvörðun um að spila með KFG í 3. deildinni í sumar, samhliða því að vera í þjálfaraliði meistaraflokks karla hjá Stjörnunni.
Veigar gekk í raðir FH fyrir síðasta sumar en var lánaður til Víkings síðari hluta sumarsins.
Veigar ákvað eftir síðasta tímabil að hætta í knattspyrnu og koma inn í þjálfarateymi Stjörnunnar. Honum snerist greinilega hugur um að hætta því hann hefur ákveðið að spila með KFG.
Veigar gekk í raðir FH fyrir síðasta sumar en var lánaður til Víkings síðari hluta sumarsins.
Veigar ákvað eftir síðasta tímabil að hætta í knattspyrnu og koma inn í þjálfarateymi Stjörnunnar. Honum snerist greinilega hugur um að hætta því hann hefur ákveðið að spila með KFG.
Veigar varð á ferlinum norskur meistari með Stabæk sem og Íslandsmeistari með bæði KR og Stjörnunni. Þá skoraði hann sex mörk í 34 landsleikjum.
Einnig hefur KFG fengið Stefán Hjaltested frá HK og Daníel Fernandes Ólafsson úr Vængjum Júpiters.
Athugasemdir