Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 23. febrúar 2018 16:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Veigar Páll ætlar að spila með KFG (Staðfest)
Veigar Páll mun þjálfa hjá Stjörnunni og spila með KFG.
Veigar Páll mun þjálfa hjá Stjörnunni og spila með KFG.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Veigar Páll Gunnarsson hefur tekið ákvörðun um að spila með KFG í 3. deildinni í sumar, samhliða því að vera í þjálfaraliði meistaraflokks karla hjá Stjörnunni.

Veig­ar gekk í raðir FH fyrir síðasta sumar en var lánaður til Vík­ings síðari hluta sumarsins.

Veigar ákvað eftir síðasta tímabil að hætta í knattspyrnu og koma inn í þjálfarateymi Stjörnunnar. Honum snerist greinilega hugur um að hætta því hann hefur ákveðið að spila með KFG.

Veigar varð á ferlinum norskur meistari með Stabæk sem og Íslandsmeistari með bæði KR og Stjörnunni. Þá skoraði hann sex mörk í 34 landsleikjum.

Einnig hefur KFG fengið Stefán Hjaltested frá HK og Daníel Fernandes Ólafsson úr Vængjum Júpiters.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner