Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 23. mars 2016 10:46
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Herning
„EM betra en að spila í Óðinsvé"
Borgun
Það var léttt yfir Aroni Einari og Ara Frey Skúlasyni á fréttamannafundinum í morgun. Ari Freyr spilar með OB Odense.
Það var léttt yfir Aroni Einari og Ara Frey Skúlasyni á fréttamannafundinum í morgun. Ari Freyr spilar með OB Odense.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danskir fjölmiðlamenn spurðu Aron Einar Gunnarsson og Ara Frey Skúlason á fréttamannafundi í dag hvort þeir séu ekki spenntir fyrir EM í sumar.

Aron Einar og Ari brostu og játuðu því en þá kom Lars Lagerback, landsliðsþjálfari, inn í umræðuna.

„Þetta er betra en að spila í Óðinsvé," sagði Lars og horfði á Ara sem spilar með OB Óðinsvé.

„Þetta verður stærra," svaraði Ari brosandi.

„Við erum mjög spenntir fyrir EM og erum einbeittir á að standa okkur vel þar fyrir landið okkar. Það er okkar aðalmarkmið," sagði Aron fyrirliði.

Ísland mætir Danmörku í vináttulandsleik í Herning annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner