Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 23. mars 2016 18:00
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Herning
Emmi Hall: Næ vonandi að setja Heimi og Lars í smá vandræði
Borgun
Emil á æfingu með landsliðinu í dag.
Emil á æfingu með landsliðinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líkar mjög vel hingað til. Þetta er flottur klúbbur þar sem er allt til alls," sagði Emil Hallfreðsson við Fótbolta.net aðspurður út í nýtt félag sitt Udinese. Emil fór til Udinese í janúar eftir að hafa leikið með Verona frá því árið 2011.

„Ég var búinn að vera lengi í Verona og þjálfarinn sem ég hafði verið með þar í fimm ár var farinn. Það átti smá þátt í ákvörðuninni líka. Mér fannst þetta vera rétti tíminn til að prófa eitthvað nýtt," sagði Emil.

„Ég er í svipuðu hlutverki og hjá Verona, ég á að styrkja miðjuna. Þeir fengu mig sem reynslumann inn í hópinn, þó að ég sé ekki hundgamall."

Emil hefur ekki ennþá náð að vinna leik í Serie A vetur. Verona hefur verið í basli og Emil bíður ennþá eftir fyrsta sigurleiknum með Udinese.

„Sigurleikirnir eru búnir að vera mjög fáir en það hefur verið mjög mikið af jafnteflum. Það þýðir ekki að pæla í þessu. Það er bara að halda áfram."

Emil hefur verið inn og út úr byrjunarliði Íslands undanfarin ár en hann er ákveðinn í að sanna sig fyrir EM.

„Ég gef allt mitt í þetta. Vonandi næ ég að setja Heimi og Lars í smá vandræði með að velja liðið. Svo er þetta undir mér komið þegar ég fæ sénsinn til að standa mig," sagði Emil.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner