Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. mars 2016 10:37
Elvar Geir Magnússon
Fram fær markvörðinn sem fór á Fáskrúðsfjörð (Staðfest)
Staldraði stutt við á Fáskrúðsfirði.
Staldraði stutt við á Fáskrúðsfirði.
Mynd: Heimasíða Prato
Fram hefur samið við ítalska markvörðinn Stefano Layeni en í byrjun mánaðarins var tilkynnt að hann hefði gengið í raðir Leiknis Fáskrúðsfirði. Layeni lék þrjá leiki með Leiknismönnum í Lengjubikarnum.

Hinn 33 ára gamli Stefano á nígeríska foreldra. Hann er 197 cm á hæð en hann hefur lengst af á ferlinum spilað á Ítalíu.

Á sínum tíma lék Stefano með AlbinoLeffe í Serie B en hann hefur einnig leikið í öðrum neðri deildum á Ítalíu. Þá var hann á mála hjá Como í ítölsku A-deildinni en lék ekki.

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net hefðu Fáskrúðsfirðingar þurft að láta Stefano vinna í bæjarfélaginu meðfram knattspyrnuiðkun en hann var ekki til í það sem í boði var. Hann var samningsbundinn og því keyptur til Fram.

Hann hefur leikið í Lengjubikarnum með Leikni F. í 0-1 tapi gegn FH, 2-1 sigri gegn Þrótti og 1-1 jafntefli gegn Leikni Reykjavík og vakið athygli fyrir frammistöðu sína þar.

Fram hafnaði í níunda sæti 1. deildarinnar í fyrra en þá lék í marki liðsins Bandaríkjamaðurinn Cody Nobles Mizell, hann kemur ekki aftur til félagsins.
Athugasemdir
banner