Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. mars 2016 11:33
Magnús Már Einarsson
„Getur Ísland gert eins og Grikkland á EM 2004?"
Borgun
watermark Frá fréttamannafundinum í dag.
Frá fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, Aron Einar Gunnarsson og Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á fréttamannafundi í Herning í dag fyrir vináttuleik Íslands og Danmerkur annað kvöld.

Danskir fjölmiðlar spurðu mikið af spurningum út í ótrúlegan árangur íslenska liðsins undanfarin ár og hver lykillinn á bakvið velgengnina er. Einn fjölmiðlamaður spurði einnig hvort Ísland geti komið á óvart eins og Grikkir gerðu á EM 2004 með því að vinna mótið.

„Ég veit ekki með það. Það er til mikils ætlast. Við sjáum til," sagði Aron Einar brosandi og Lars tók af honum orðið.

„Það er alltaf möguleiki. Þó að það sé lítill möguleiki þá er hann til staðar. Þannig er hugarfarið okkar," sagði Lars.

„Það er það áhugaverða við fótbolta. Þetta er eina hópíþróttin þar sem lið í þriðju deild getur unnið lið í fyrstu deild. Það gerir fótbolta að áhugaverðustu hópíþróttinni að mínu mati. Fótbolti er líka besta íþróttin og þetta gerir hana mjög áhugaverða," sagði Lars brosandi.

Lars segist vera bjartsýnn á að Ísland komist upp úr riðlinum í Frakklandi í sumar.

„Ég yrði ekki hissa ef við kæmumst áfram í aðra umferð. Raunhæft þá eigum við möguleika á að komast að minnsta kosti áfram í næstu umferð. Hvað gerist þar er erfitt að segja," sagði Lars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner