Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mið 23. mars 2016 22:00
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Herning
Hannes orðinn 95%: Síðustu prósentin koma smá saman
Borgun
Hannes á landsliðsæfingu í gær.
Hannes á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, er klár í slaginn fyrir vináttuleikinn gegn Dönum annað kvöld. Hannes fór úr axlarlið á æfingu í október en hann segir að öxlin sé í dag orðin 94-95% klár.

„Hún er nógu góð til að ég geti æft og spilað. Síðustu prósentin koma smá saman. Það er þolinmæðisverk að komast aftur í 100% stand en ég er kominn mjög langt og nógu langt til að spila. Það á allt að halda," sagði Hannes við Fótbolta.net í dag.

Hannes fór til norska liðsins Bodö/Glimt á láni á dögunum og hann hefur spilað í fyrstu tveimur umferðunum í norsku úrvalsdeildinni.

„Þetta hefur gengið mjög vel. Ég er virkilega ánægður með að hafa hent mér í djúpu laugina og byrjað að spila. Við vorum á báðum áttum þegar ég ræddi við Bodö hvort ég ætti að taka þessa fyrstu tvo leiki eða ekki. Þeir settu það í hendurnar á mér og við ákváðum að láta vaða. Það gekk eins og í sögu. Það hafa ekki verið nein vandamál. Leikirnir gengu vel og öxlin er verkjalaus. Ég er mjög sáttur við standið."

Hannes meiddist á æfingu fyrir landsleikinn gegn Tykjum í október. Hugsaði hann einhverntímann að EM draumurinn væri úr sögunni?

„Ég leyfði mér ekki að hugsa út í það. Það er staðreynd að þessi meiðsli eru þess eðlis að ég vissi í raun ekki hvað beið mín. Hvort að þetta myndi ná að jafna sig eða hvort það myndi taka lengri tíma. Þetta hefði getað fallið hvoru megin sem er."

„Þetta var óvissutími eftir aðgerðina. Ég gat bara vonast eftir að þetta myndi ganga vel og ég gerði allt sem í mínu valdi stendur til að koma þessu á réttan stað. Þetta hefur sem betur fer þróast á eins góðan hátt og vonast var eftir. Mér tókst að koma þessu í stand fyrir þessa tvo leiki (gegn Grikklandi og Danmörku) og að hafa náð tveimur leikjum í norsku úrvalsdeildinni á undan því er framar vonum,"
sagði Hannes.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Hannes í heild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner