Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. mars 2016 08:30
Alexander Freyr Tamimi
Koscielny: Arsenal getur unnið titilinn
Koscielny heldur í vonina.
Koscielny heldur í vonina.
Mynd: Getty Images
Laurent Koscielny, varnarmaður Arsenal, neitar að gefast upp í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar þó svo að Lundúnaliðið sé 11 stigum frá toppliði Leicester.

Arsenal á leik til góða á lærisveina Claudio Ranieri og tókst liðinu að vinna 2-0 sigur gegn Everton í síðustu umferð eftir þrjá leiki án sigurs.

„Við brugðumst í nokkrum mikilvægum leikjum. Þegar við þurftum að skora gerðum við það ekki, við komum okkur í erfiða stöðu," sagði Koscielny við blaðamenn.

„Við þurftum að líta fram á veginn og við gerðum það um helgina gegn Everton. Það eru átta leikir eftir, átta úrslitaleikir þar sem við getum haldið í vonina."

Koscielny skilur pirring stuðningsmanna í garð knattspyrnustjórans Arsene Wenger en kom samlanda sínum þó til varnar.

„Arsene Wenger hefur verið hérna lengi, hann veit hversu mikið hann hefur gert fyrir félagið. Ég skil að stuðningsmenn séu pirraðir, við vorum í góðum möguleika á að vinna titilinn. En það er allt hægt stærðfræðilega," sagði franski landsliðsmaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner