mið 23. mars 2016 11:16
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Herning
Lars Lagerback: Vörnin hefur verið í heimsklassa
Borgun
Lars léttur í bragði á fréttamannafundinum í dag.
Lars léttur í bragði á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, annar af landsliðsþjálfurum Íslands, segir að varnarleikur liðsins hafi verið í heimsklassa í undankeppni EM. Hann segir hins vegar að hægt sé að bæta sóknarleikinn í komandi vináttuleikjum gegn Dönum og Grikklandi.

„Við erum að halda okkar gildum. Maður vill alltaf bæta sig, sérstaklega sóknarlega. Vörnin okkar hefur verið í heimsklassa," sagði Lars á fréttamannafundi í dag þegar hann var spurður að því hvort leikur íslenska liðsins breytist mikið fyrir EM í sumar.

„Ég lærði það á fyrsta lokamóti mínu með Svíum að maður má ekki vera of bjartsýnn á að geta breytt of miklu hjá liðinu fyrir lokakeppni. UEFA hefur líka tekið viku af undirbúningi frá okkur. Það eru margir hjá okkur að spila á Norðurlöndunum og koma seint til liðs við hópinn fyrir EM."

„Við þurfum að passa okkur í því sem við gerum. Við höldum okkur við grunnatriði okkar en við getum gert aðeins betur í sóknarleiknum. Við skoruðum 17 mörk í undankeppninni sem er frekar gott en við getum gert ennþá betur."


Lars segir að leikmennirnir 24 sem eru í hópnum núna eigi ekki öruggt sæti í lokahópnum fyrir EM. Hann segir að aðrir leikmenn séu ennþá inni í myndinni.

„Þeir eiga ennþá möguleika. Þetta var eins þegar ég þjálfaði Svíþjóð og Nígeríu. Við fylgdumst með 35-40 leikmönnum. Það eru fimm til sex stöður lausar ef menn eru heilir heilsu og eru að standa sig vel. Þetta er ekki lokahópurinn sem verður í leiknum á morgun. Ég yrði mjög hissa ef það er tilfellið," sagði Lars á fréttamannafundinum.

Ísland mætir Danmörku í vináttulandsleik í Herning annað kvöld klukkan 19:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner