mið 23. mars 2016 21:52
Arnar Geir Halldórsson
Lengjubikar kvenna: Dóra María sneri aftur í sigri Vals
Hætt við að hætta?
Hætt við að hætta?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 3-0 Afturelding
1-0 Vesna Smiljkovic (´11)
2-0 Dóra María Lárusdóttir (´55)
3-0 Rúna Sif Stefánsdóttir (´83)

Einn leikur fór fram í B-deild Lengjubikars kvenna í kvöld þegar Valskonur fengu Aftureldingu í heimsókn að Hlíðarenda.

Athygli vakti að í byrjunarliði Vals var hin þrautreynda Dóra María Lárusdóttir en hún lék ekkert með liðinu síðasta sumar og hefur verið í fríi frá í fótbolta í meira en eitt ár.

Vesna Smiljkovic kom Val yfir snemma leiks og Dóra María fullkomnaði endurkomu sína í fótboltann með því að skora annað mark Vals. Rúna Sif Stefánsdóttir gerði svo endanlega út um leikinn með marki á 83.mínútu.

Valur á toppi B-deildarinnar með sex stig eftir tvo leiki en Afturelding hefur þrjú stig eftir jafnmarga leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner