Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. mars 2016 20:45
Arnar Geir Halldórsson
Lengjubikarinn: KR-ingar keyrðu yfir tíu Skagamenn
Finnur Orri setti eitt
Finnur Orri setti eitt
Mynd: Daníel Rúnarsson
ÍA 0-4 KR
0-1 Hólmbert Aron Friðjónsson (´30)
0-2 Morten Beck (´69)
0-3 Finnur Orri Margeirsson (´75)
0-4 Morten Beck Andersen (´86)
Rautt spjald: Ólafur Valur Valdimarsson (´45)

Tvö af stórveldum íslenskrar knattspyrnu, ÍA og KR, mættust í Lengjubikarnum í kvöld í Akraneshöllinni.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom gestunum yfir eftir hálftíma leik og hagur KR-inga vænkaðist enn frekar þegar Ólafur Valur Valdimarsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Skagamenn þurftu því að leika allan seinni hálfleikinn manni færri og það nýttu KR-ingar sér. Danski bakvörðurinn Morten Beck tvöfaldaði forystuna á 69.mínútu og skömmu síðar gerði Finnur Orri Margeirsson út um leikinn með þrumuskoti.

KR-ingar voru ekki hættir því Morten Beck Andersen kórónaði öruggan sigur gestanna með marki skömmu fyrir leikslok.

Liðin því jöfn að stigum eftir fjórar umferðir, hafa bæði sjö stig eftir fjóra leiki og deila öðru sætinu en Víkingur R. er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner