Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. mars 2016 12:30
Elvar Geir Magnússon
Mamma Ousmane Dembele ræður hvert hann fer
Ousmane Dembele fagnar marki.
Ousmane Dembele fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Ousmane Dembele er einn eftirsóttasti 18 ára strákur Evrópu. Manchester-liðin, Barcelona, Bayern München og fleiri stórlið hafa sýnt Dembele áhuga en umboðsmaður leikmannsins segir að þessi félög þurfi að sannfæra móður hans.

Dembele er framherji Rennes en hann er kominn með tíu mörk á sínu fyrsta tímabili með aðalliðinu. Hann er yngsti leikmaður sem afrekar þetta í sögu efstu deildar Frakklands.

„Það er móðir hans, Fatimata, sem mun ákveða framtíð Ousmane. Hann vildi fara síðasta sumar en hún sagði honum að vera áfram hjá Rennes og skrifa undir fyrsta atvinnumannasamninginn. Hann hafði ekkert val," segir umboðsmaðurinn Badou Sambagué sem spilaði á sínum tíma fyrir landslið Malí.

„Í dag er mjög mikilvægt að hann hugsi bara um fótbolta. Ég hef þekkt hann frá fæðingu og var í skóla með bróður hans og systur. Ég hjálpa honum að taka réttar ákvarðanir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner