Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. mars 2016 20:52
Arnar Geir Halldórsson
Meistaradeild kvenna: Sara og stöllur töpuðu á heimavelli
Sara Björk Gunnarsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rosengard 0-1 Frankfurt
0-1 Dzsenifer Marozsan, víti (´71)

Fyrri viðureignir 8-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki fóru fram í dag þar sem ein íslensk landsliðskona var í eldlínunni.

Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn fyrir sænska meistaraliðið Rosengard þegar liðið fékk Frankfurt í heimsókn. Rosengard varð fyrir áfalli snemma leiks þegar markvörður liðsins, Erin McLeod, varð að fara af velli vegna meiðsla.

Eina mark leiksins kom á 71.mínútu þegar þýska landsliðskonan Dzsenifer Marozsan skoraði af vítapunktinum.

Það er því ljóst að sænska liðsins bíður verðugt verkefni í Þýskalandi eftir viku þegar seinni leikurinn fer fram.
Athugasemdir
banner
banner