Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. mars 2016 12:00
Elvar Geir Magnússon
Myndi hafa Rooney á bekknum á EM
Rooney er fyrirliði enska landsliðsins.
Rooney er fyrirliði enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney á ekki að eiga áskrift að byrjunarliðssæti í enska landsliðinu, þetta segir Matt Le Tissier fyrrum landsliðsmaður Englands.

Rooney er fyrirliði Englands en hefur ekki spilað síðasta mánuð vegna meiðsla. Hann hefur átt sveiflukennt tímabil með Manchester United.

Le Tissier telur að réttast væri að skapa nýja sókn í enska landsliðinu með Harry Kane, Dele Alli og Ross Barkley til að nota á EM í Frakklandi.

„Eins og staðan er í dag kæmist Rooney ekki í byrjunarliðið ef ég væri þjálfari. Ég sé samt ekki að Roy Hodgson setji Rooney á bekkinn enda er hann of trúr eldri leikmönnum sem hann hefur verið að spila á," segir Le Tissier.

„Rooney hefur verið meiddur og maður hlýtur að setja spurningamerki við það hvernig hann muni koma úr þeim meiðslum. Að mínu mati eigum við að horfa til yngri manna. Ég væri alltaf með Rooney í hópnum en ekki í byrjunarliðinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner