Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 23. mars 2016 07:00
Alexander Freyr Tamimi
Özil neitar því að hann vilji yfirgefa Arsenal út af Wenger
Özil hefur ekkert á móti Wenger.
Özil hefur ekkert á móti Wenger.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil, miðjumaður Arsenal, segir ekkert til í orðrómum þess efnis að hann muni yfirgefa félagið ef Arsene Wenger verður áfram knattspyrnustjóri.

Spænska íþróttablaðið Don Balon hélt því fram á mánudag að þýski landsliðsmaðurinn vilji snúa aftur í La Liga ef Arsenal skiptir ekki um stjóra að tímabili loknu.

Wenger hefur verið harðlega gagnrýndur af stuðningsmönnum eftir að Arsenal dróst 11 stigum aftur úr toppliði Leicester í ensku úrvalsdeildinni. Hefur liðinu gengið afleitlega undanfarin misseri.

Özil sá þó ástæðu til að setja inn eftirfarandi tíst á Twitter:

„Ég hef séð þessar fréttir í dag. Arsene Wenger var stór ástæða fyrir því að ég gekk til liðs við Arsenal - þetta hefur ekki breyst! #virðing #AFC."

Özil gekk í raðir Arsenal frá Real Madrid fyrir 42,5 milljónir punda árið 2013 og hefur skorað 19 mörk í 109 leikjum. Hann hefur átt frábært tímabil til þessa og raðað inn stoðsendingum og skorað sjö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner