Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 23. mars 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Herning
Raggi Sig: Hef beðið eftir að mæta Dönum aftur
Borgun
Raggi í leiknum árið 2007.
Raggi í leiknum árið 2007.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, er í viðtali við danska blaðið Tipsbladet fyrir vináttuleikinn í Herning annað kvöld.

Einn af fyrstu leikjum Ragnars með íslenska landsliðinu var í 3-0 tapi gegn Dönum árið 2007.

Ragnar á slæmar minningar frá þeim leik og hann hefur beðið spenntur eftir að fá tækifæri til að mæta Dönum á nýjan leik.

„Ég hef bara einu sinni mætt Danmörku áður og á þeim tímapunkti hafði ég ekki spilað marga landsleiki," sagði Ragnar í viðtalinu í Danmörku.

„Þetta var á Parken og ég hafði ekki góða tilfinningu fyrir þann leik. Þeir rústuðu okkur. Eftir það hugsaði ég bara: 'er ég góður í fótbolta eða er ég lélegur, hvað gerðist hérna?"

„Ég var með undarlegar hugsanir og ég hef í raun beðið eftir að mæta Danmörku aftur núna þegar ég er orðinn aðeins reyndari. Í dag veit ég hvað ég get en það var kannski ekki alveg tilfellið þarna."

Athugasemdir
banner
banner
banner