mið 23. mars 2016 16:55
Elvar Geir Magnússon
Setja Ísland í sjöunda sæti yfir flottasta búninginn á EM
Errea framleiðir íslensku treyjuna.
Errea framleiðir íslensku treyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Sitt sýnist hverjum um íslenska landsliðsbúninginn sem strákarnir okkar munu klæðast á EM. Á vefsíðunni balls.ie er íslenski búningurinn settur í sjöunda sæti yfir flottustu búningana og ljóst að mönnum þykir talsvert til hans koma.

Á þeim lista skákar búningurinn landsliðstreyjum þjóða á borð við Þýskaland, England, Frakkland, Spáni og Ítalíu.

Úkraína er með ljótasta búninginn samkvæmt listanum og í umsögn er sagt að hann minni á ljót og gömul gluggatjöld.

Pólland klæðist flottasta búningnum en Króatía og Sviss koma þar á eftir.

Smelltu hér til að sjá lista balls.ie
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner