mið 23. mars 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Sterling einbeitir sér að því að ná EM
Sterling er á meiðslalistanum.
Sterling er á meiðslalistanum.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling verður frá í að minnsta kosti sex vikur vegna nárameiðsla sem hann hlaut í tapi Manchester City gegn Manchester United um síðustu helgi.

Ekki er víst að hann komi meira við sögu hjá City á tímabilinu en þessi 21 árs enski landsliðsmaður einbeitir sér að því að verða klár í slaginn fyrir Evrópumótið í Frakklandi.

Samkvæmt frétt Guardian hefur Sterling tekið þessum meiðslum af fagmennsku og sé einbeittur að því að gera sig kláran í slaginn fyrir EM.

Sjá einnig:
Segir það mistök hjá Sterling að hafa yfirgefið Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner