Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. mars 2016 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Vill aflýsa öllum vináttulandsleikjum vegna Brussel
Bazdarevic vill ekki spila vináttulandsleiki í vikunni.
Bazdarevic vill ekki spila vináttulandsleiki í vikunni.
Mynd: Getty Images
Mehmed Bazdarevic, landsliðsþjálfari Bosníu og Hersegóvínu, vill að UEFA aflýsi öllum komandi vináttulandsleikjum í ljósi hryðjuverkaárásarinnar í Brussel í gær.

Sprengingar á Zaventem flugvelli og Maelbeek lestarstöðinni kostuðu a.m.k. 34 manns lífið og særðu a.m.k. 140 manns og í kjölfarið aflýsti belgíska landsliðið æfingu sinni. UEFA hefur þó enn ekki lagt til að neinum leikjum verði aflýst.

Bazdarevic, sem á að mæta Lúxemborg og Sviss í vináttuleikjum í komandi viku, vill þó ekki að leikirnir verði spilaðir.

„Í hreinskilni sagt væri best fyrir alla ef við spilum ekki gegn Lúxemborg og Sviss. UEFA verður af öryggisástæðum að aflýsa öllum vináttuleikjunum í þessari viku og næstu," sagði Bazdarevic við fjölmiðla.

„Hverjum er ekki sama um fótbolta eftir þessa hræðilegu atburði í Brussel? Þetta er skelfilegt."
Athugasemdir
banner
banner
banner