fim 23. mars 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Chelsea og Man Utd vilja fá Verratti
Powerade
Marco Verratti gæti verið á leið í enska boltann.
Marco Verratti gæti verið á leið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Arda Turan er orðaður við Barcelona.
Arda Turan er orðaður við Barcelona.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðrinu á þessum fína fimmtudegi.



Arsenal ætlar að bjóða 25 milljónir punda í Arda Turan (30), miðjumann Barcelona í sumar. Mesut Özil og Alexis Sanchez (28) gætu hins vegar verið á förum. (Times)

Özil hefur verið orðaður við Fenerbahce en Michael Ballack segir að hann sé of góður til að spila í Tyrklandi. (Talksport)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að stuðningsmenn verði að átta sig á því hvað hann hefur gert fyrir félagið. (Daily Mirror)

Arsenal gæti þurft að greina frá framtíð Wenger fljótlega til að uppfylla reglur á hlutabréfamarkaði. (Daily Express)

Jack Wilshere (25), miðjumaður Arsenal, verður líklega ekki áfram hjá Bournemouth eftir að lánssamningur hans rennur út í sumar. Hann íhugar að fara í félag utan Englands. (Bleacher Report)

Gerard Deulofeu, kantmaður Everton, hefur staðið sig vel á láni hjá AC Milan. Barcelona er með klásúlu um að geta keypt Deulofeu á 10,3 milljónir punda en West Ham hefur einnig áhuga. (Daily star)

Chelsea og Manchester United gætu reynt að krækja í Marco Verratti (24) miðjumann PSG. Umboðsmaður Verratti segir að leikmaðurinn sé ósáttur í Frakklandi. (Daily Mirror)

Liverpool er í vandræðum eftir að félagið ræddi ólöglega við ungan leikmann Stoke. (Daily Telegraph)

Real Madrid er að íhuga að fá vinstri bakvörðinn Yuri Berchiche (27) í sínar raðir frá Real Sociedad. Berchice var hjá Tottenham frá 2008 til 2010 en hann spilaði ekki leik þar. (Marca)

Manchester United er í leit að nýjum þjálfara fyrir U23 ára lið sitt. Warren Joyce verður ekki ráðinn í starfið á nýjan leik en hann var rekinn frá Wigan á dögunum eftir stutt stopp þar. (Manchester Evening News)

Wolves er að kaupa framherjann Andreas Weimann (25) frá Wolves á 1,5 milljón punda en hann hefur verið í láni hjá félaginu frá Derby. (Express & Star)

Real Madrid ætlar að reyna að fá Carles Alena (19), miðjumann Barcelona, í sínar raðir. (Daily Express)

Peter Crouch (36), framherji Stoke, hefur ekki gefið upp alla von á að komast aftur í enska landsliðið. Síðasti landsleikur Crouch var árið 2010. (Stoke Sentinel)

Sir Alex Ferguson segist hafa rétt misst af því að fá varnarjaxlinn Paolo Maldini til Manchester United á sínum tíma. (Manchester Evening News)

Hugo Lloris (30) segir að framtíð sín hjá Tottenham velti á því hvort Mauricio Pochettino verði áfram hjá félaginu. (Le Figaro)

Everton er að íhuga að spila æfingaleik í Tansaníu eftir að hafa gert nýjan samning við styrktaraðila sem er með tengingu þangað. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner