Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fim 23. mars 2017 11:50
Elvar Geir Magnússon
Shkoder, Albaníu
Guðni Bergs í Shkoder: Líður best í æfingagallanum
Icelandair
Guðni á æfingu landsliðsins í morgun.
Guðni á æfingu landsliðsins í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson er í Shkoder í Albaníu en þetta er hans fyrsta landsliðsferð sem formaður KSÍ. Guðni kom til Albaníu í gær og er ánægður með aðstæðurnar.

„Ég er spenntur fyrir leiknum eins og allt knattspyrnuáhugafólk, leikmenn og allir sem að liðinu standa. Ég hlakka til," sagði Guðni við Fótbolta.net á keppnisvellinum í Shkoder þar sem íslenska liðið var að æfa.

„Ég spilaði sjálfur í Albaníu 1991, fyrir 26 árum, og þetta er heldur betra en þá. Völlurinn er í frábæru standi og veðrið mjög notalegt. Aðstæður eru hinar bestu."

„Leikurinn er mjög mikilvægur. Þetta eru þrjú stig sem við stefnum á hiklaust. Það myndi stilla öllu vel upp fyrir leikinn gegn Króatíu heima í sumar."

Guðni lék 80 landsleiki fyrir Ísland á sínum ferli og viðurkenndi að það kitlaði að stökkva í takkaskóna og vera með á æfingu.

„Ég er ekki með skóna svo ég er ekki bjartsýnn! En maður fær vissulega fiðring í tærnar við að sjá þessar aðstæður og koma í þennan frábæra hóp. Manni langar mikið á grasið."

Guðni geymir jakkafötin þar til á leikdegi á morgun en hann var klæddur í léttan æfingaklæðnað í dag. Yfir 20 stiga hiti er í Shkoder.

„Það er gott að fara í íþróttagallann, í svona veðri er vont að vera í jakkafötum með bindi. Manni líður best í gamla góða æfingagallanum."

Í viðtalinu hér að ofan tjáir Guðni sig um umgjörðina kringum landsliðið og fyrstu vikur sínar sem formaður.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner