Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 23. mars 2017 13:30
Elvar Geir Magnússon
Shkoder, Albaníu
Íslendingar hvítir gegn Kosóvó
Icelandair
Jón Daði í leiknum gegn Frökkum í fyrra.
Jón Daði í leiknum gegn Frökkum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið verður í hvítu treyjunum í leiknum gegn Kosóvó í undankeppni HM á morgun.

Þar sem Kosóvó verður í dökkum treyjum mun Ísland leika í varabúningunum í þessum leik.

Á Evrópumótinu í Frakklandi í fyrra lék Ísland tvívegis í hvítu treyjunum, það var í 1-1 jafnteflinu gegn Portúgal og svo í tapinu gegn Frökkum 2-5 í 8-liða úrslitum.

Leikur Íslands og Kosóvó hefst 19:45 að íslenskum tíma á morgun.

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net verða í kringum 20-30 íslenskir áhorfendur á vellinum, þar á meðal einhverjir sem ferðuðust frá Íslandi.

Sjá einnig:
Heimir: Yrði mjög ósáttur með að vinna ekki
Guðni Bergs í Shkoder: Líður best í æfingagallanum

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner