fim 23. mars 2017 13:40
Magnús Már Einarsson
Þýska landsliðið setur met í að halda hreinu
Mynd: Getty Images
Þýska landsliðið hélt enn einu sinni hreinu í 1-0 sigri á Englandi í vináttuleik í gær.

Þjóðverjar hafa ekki fengið mark á sig í síðustu sjö leikjum.

Síðasta mark sem liðið fékk á sig var gegn Frökkum á EM en síðan þá hefur liðið spilað 648 mínútur án þess að fá á sig mark.

Þetta er met í sögu þýska landsliðsins.

Fyrra metið setti þýska landsliðið árið 1966 þegar 605 mínutur liðu á milli marka en þá hélt liðið hreinu í sex leikjum í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner